MYNDIR FRÁ TANSANÍU >>

Foreldrafélagið

Malaika

styður 13 stúlkur í Tansaníu til náms
í höfuðborginni Dar es Salaam

Stúlkurnar sem foreldrafélagið Malaika styður

Habiba
Habiba, 14 ára

Kuruzum
Kuruzum, 10 ára

Lilyan
Lilyan, 10 ára

Mary
Mary, 10 ára

Maua
Maua, 13 ára

Mulhat
Mulhat, 15 ára

Rachma
Rachma, 11 ára

Rehema
Rehema, 9 ára

Sabrina
Sabrina, 11 ára

Sikhuzani
Sikhuzani, 11 ára

Tatu Hamat
Tatu Hamat, 14 ára

Tatu Idi
Tatu Idi, 14 ára

Tunu
Tunu, 16 ára

 

Stúlkurnar stunda nám við Fountain Gate Academy

enskumælandi skóla í Dar es Salaam

Skólinn, sem er í Tabata Sigara hverfinu í Dar es Salaam, er með leikskóladeild og yngri bekki grunnskóla. Námsefnið er á ensku og nemendur tala saman á ensku. Foreldrafélagið Malaika styður við nám stúlkanna.

Tatu Hamat er nú komin í framhaldsskóla og gengur námið vel. Hinar stúlkurnar eru enn í Fountain Gate (29/6 18)

Foreldrafélagið Malaika styður við nám
þrettán stúlkna í Tansaníu

Dar es Salaam Malaika húsið Stúlkurnar

Malaika er heimili fyrir stúlkur í Dar es Salaam í Tansaníu. Fæstar stúlknanna eiga foreldra, en margar þeirra eiga ættingja sem hafa átt í erfiðleikum með að ala önn fyrir þeim. Heimilið var stofnað að vorlagi árið 2013, fyrst með því að setja saman stuðningshóp og félag á Íslandi og síðar með því að finna húsnæði og skapa aðstæður í Tansaníu.

Stofnfundur Malaika hópsins á Íslandi var haldinn þann 20. febrúar. Stofnfélagar voru 21. Húsnæði var leigt í byrjun apríl sama ár með hjálp tengiliða okkar í Dar es Salaam, þeirra Twahir Khalfan og móður hans Mariam en fjölskylda hennar á húsnæðið.

Mariam hefur nú alfarið tekið við rekstri heimilisins en Malaika félagið styður áfram stúlkurnar til náms með dyggri aðstoð Hjallastefnunnar.

Netfang: malaikafelag@gmail.com - Kennitala: 410313-1620

Fyrirtæki og félög sem styrkja eða hafa stutt við Foreldrafélagið Malaika


Hjallastefnan
Hjallastefnan

Barnasmiðjan
Barnasmiðjan

Tjarnarskóli
Tjarnarskóli

Húsaskjól
Húsaskjól

Origo
Origo

IÐA
Bókaverslunin IÐA

Rótarýklúbburinn Straumur í Hafnarfirði veitti Foreldrafélaginu Malaika hvatningarverðlaun í júní árið 2014. Tölvudeild Alþingis studdi félagið með fartölvugjöf. Ástrós Eva og Eva Júlía, nemendur við Barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ, gáfu stúlkunum í Tansaníu veglegt peningaframlag og efni til að gera armbönd. Ástrós Eva og Eva Júlía söfnuðu peningum með því að búa sjálfar til armbönd og selja.