|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Malaika er heimili fyrir stúlkur í Dar es Salaam í Tansaníu. Fæstar stúlknanna eiga foreldra, en margar þeirra eiga ættingja sem hafa átt í erfiðleikum með að ala önn fyrir þeim. Heimilið var stofnað að vorlagi árið 2013, fyrst með því að setja saman stuðningshóp og félag á Íslandi og síðar með því að finna húsnæði og skapa aðstæður í Tansaníu.
Stofnfundur Malaika hópsins á Íslandi var haldinn þann 20. febrúar. Stofnfélagar voru 21. Húsnæði var leigt í byrjun apríl sama ár með hjálp tengiliða okkar í Dar es Salaam, þeirra Twahir Khalfan og móður hans Mariam en fjölskylda hennar á húsnæðið.
Mariam hefur nú alfarið tekið við rekstri heimilisins en Malaika félagið styður áfram stúlkurnar til náms með dyggri aðstoð Hjallastefnunnar.
Netfang: malaikafelag@gmail.com - Kennitala: 410313-1620
|
|
|
|
|
|
Rótarýklúbburinn Straumur í Hafnarfirði veitti Foreldrafélaginu Malaika hvatningarverðlaun í júní árið 2014. Tölvudeild Alþingis studdi félagið með fartölvugjöf. Ástrós Eva og Eva Júlía, nemendur við Barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ, gáfu stúlkunum í Tansaníu veglegt peningaframlag og efni til að gera armbönd. Ástrós Eva og Eva Júlía söfnuðu peningum með því að búa sjálfar til armbönd og selja.